top of page

Skilmálar

Höfundaréttur

​​

Allar myndir falla undir höfundarétt ljósmyndara, Steinunnar Matthíasdóttur.  
Um höfundarétt gilda höfundaréttarlög nr. 73/1972.

Lögum samkvæmt felur afhending ljósmynda til viðskiptavina ekki í sér framsal á höfundarétti né heimild til að breyta myndunum á nokkurn hátt. Samkvæmt höfundaréttarlögum er kaupanda óheimilt að framselja myndirnar til þriðja aðila.

Birting ljósmynda

​Ljósmyndari áskilur sér rétt til að birta ljósmyndir nema um annað sé samið sérstaklega.

Þegar myndataka er bókuð samþykkir viðskiptavinur ljósmyndun og aðra vinnslu ljósmyndara, þar með talið myndbirtingu, í samræmi við skilmála þessa, sbr. lög um persónuvernd og vinnslu persónuupplýsinga nr. 90/2018.

Meðhöndlun ljósmynda


Óheimilt er að hlaða niður myndum af síðum ljósmyndara, fjarlægja merkingar, skera eða breyta myndum á nokkurn hátt.  Þegar myndum er deilt á samfélagsmiðla skal gæta þess að uppruni myndanna sé augljós.

Keypt afnot mynda


Þegar keypt eru afnot af ljósmynd afmarkast notin við samning ljósmyndara og kaupanda í hverju tilfelli. Óheimilt er að framselja afnotarétt eða nýta myndir í öðrum tilgangi.

Keypt myndataka


Viðskiptavinur getur birt myndir á samfélagsmiðlum en virða skal höfundarétt skv. ofantöldu.
Myndirnar eru til einkanota og ekki heimilt að nýta þær í auglýsingaskyni nema samið sé um annað.

Myndapakkar bjóða ýmist upp á að ljósmyndari velji myndir eða viðskiptavinur. Í þeim tilfellum sem viðskiptavinur velur úr sýnishornum er valtími almennt vika og albúm lokast eftir það.

Afhending og greiðsla

 

Ljósmyndari áskilur sér rétt á 2-10 vikna tíma til myndvinnslu sem ræðst af eðli töku og vinnuálagi.

Greiðsla skal hafa farið fram fyrir afhendingu mynda.

Myndir sem eru afhentar í rafrænu formi eru sendar á tölvupóstfang kaupanda gegnum forrit.
Verðskrá getur breyst án fyrirvara. Þegar bókun er staðfest gildir útgefið verð ljósmyndara.
Myndir fyrir prent eru 30cm á lengri kant. Vinsamlegast hafið samband ef óskað er eftir myndum fyrir stærri prentun.

Hægt er að kaupa gæða ljósmyndaprent hjá ljósmyndara.
Ljósmyndari ábyrgist ekki útkomu prentunar hjá öðrum aðila. 

​​

Almennt

Við kaup á ljósmyndaþjónustu staðfestir viðskiptavinur ofangreinda skilmála.

Brot á höfundarétti ljósmyndara og skilmálum þessum varða við höfundaréttarlög og áskilur ljósmyndari sér allan rétt vegna slíkra brota.
Kaupandi ljósmyndaþjónustu ber ábyrgð á varðveislu mynda eftir afhendingu.

Hægt er að undirrita skilmála með því að smella hér

 

Steina-Matt-black-low-res.png

2024

  • Grey Facebook Icon
  • Grey Instagram Icon
bottom of page