Um mig
![]() |
---|
Ég heiti Steinunn Matthíasdóttir, ljósmyndari með sveinsbréf í faginu og menntaður kennari og förðunarfræðingur.
Ég hef tekið að mér ýmis ljósmyndaverkefni fyrir einstaklinga og fyrirtæki/stofnanir. Auk hefðbundinna ljósmyndaverkefna hef ég kennt ljósmyndaval og sinnti í nokkur ár freelance ljósmyndun/fréttaritun fyrir fréttaveituna Skessuhorn á Vesturlandi.
Mest hef ég unnið með portrett ljósmyndun, í stúdíói og umhverfisportrett. Einnig hef ég tekið starfsmannamyndir, myndað viðburði eins og árshátíðir, tónleika, fyrirlestra og fréttatengda viðburði, myndað fasteignir, landslag og fleira.
Ég hrífst með í þeim fjölbreytta heimi sem ljósmyndunin er og hef mikla ánægju af því að fylgjast með myndsköpun annarra. Hvort tveggja heillar mig, skapandi ljósmyndun og klassískari myndatökur.
Ég hef sett upp nokkrar sýningar, bæði einkasýningar og tekið þátt í samsýningum. Einnig hef ég sótt ýmis áhugaverð námskeið í ljósmyndun.
Ég nota full frame myndavélar og linsur í bestu gæðum.
Ljósmyndastúdíóið er staðsett í Hátúni 12, fyrstu hæð.

Email: steinamatt@simnet.is
sími: 865 3359
www.facebook.com/steinamattphotography
www.instagram.com/steinamattphotography
Sýningar:
KM kaffi
Portrettsýning 2014
Inside Out Project
Respect elderly. Risaprent á húsveggjum í Búðardal, sumarið 2016 til vors 2017
Norðurljós í Dölum
Samsýning Steinunnar og systur hennar, Dagrúnar Matthíasdóttur myndlistarkonu, á hátíðinni Heim í Búðardal 8. og 9. Júlí 2016
Gleðin sem gjöf - Listasumar Akureyri.
Hliðarverkefni við Inside Out Project. Portrett á álplötum á ljósastaurum upp kirkjutröppur Akureyrarkirkju, 19. júní – 27. nóvember 2016
Sýningin sett upp í samstarfi við söngkonuna Helgu Möller og frumflutning hennar á laginu Tegami-bréfið.
Respect elderly
Mjólkurbúðin, Listagallerí Akureyri
26. nóvember - 4. desember 2016
Gleðin sem gjöf - Gerðuberg Reykjavík
18. mars-14. maí 2017
Upplifðu - maður og náttúra í Dölum
Studio Steinu Matt, Búðardalur
júlí-ágúst 2018
Styrkt af Uppbyggingarsjóði Vesturlands
Náttúrubörn
Listahátíð RÖSK í Hrísey, ágúst 2018
List í Alviðru - Milli fjalls og fjöru
27. júní - 3. júlí 2021
umhverfislist í Alviðru í Dýrafirði, ljósmyndir
Umfjallanir og viðurkenningar
- Vinningsmynd í dagatali 2012 hjá Eimskip
- 1. verðlaun í ljósmyndasamkeppni mbl.is, Canon og Nýherja 2014
- Landinn á RÚV 2015 - rætt um ástríðuna fyrir ljósmyndun
- Hringbraut 2016 - Inside Out Project
- N4 2016 - Inside Out Project
- RÚV fréttainnslag 2016 - Gleðin sem gjöf, Akureyri
- Lifðu núna 2016- Inside Out Project
- Félagstíðindi eldri borgara Reykjavík 2016 - Inside Out Project
- Skessuhorn 2016 - Inside Out Project
- bb.is 2016 - Inside Out Project
- Fréttatíminn 2016 - Gleðin sem gjöf/Listasumar Akureyri
- RÚV 2017 (sýningarár), innslag/viðtal í Vestfjarðavíkingnum 2016 v/ljósmyndasýningar