Verðskrá prentunar
Myndum er skilað í hágæða prentun þar sem saman koma pappír og prentari hannaður fyrir atvinnuljósmyndara. Hvort tveggja tryggir gæði ásamt því að ljósmyndari fylgir eftir réttri útkomu myndverksins og skilar stækkunum í sýrufríu yfirkartoni.
Prentanir og stækkanir í kartoni 2024
Athugið að myndir eru sniðnar í rétt hlutföll eftir prentstærð og því getur skurður keyptra stafrænna mynda breyst lítillega eftir því hvaða prentstærð verður fyrir valinu.
Verðskrá prentunar gildir fyrir prentun stafrænna mynda sem hafa verið keyptar af ljósmyndara.
Hægt er að óska eftir myndum án kartons og er þá veittur afsláttur sem því nemur.
Öll verð eru með vsk.
10x15
1.500 kr. með yfirkartoni.
Hentug stærð fyrir þá sem vilja litlar myndir sem taka lítið pláss eða til að setja í albúm (þá hægt að velja án kartons sem er ódýrara).
13x18
3.000 kr. með yfirkartoni.
Mjög vinsæl stærð og hentar vel portrett myndum.
18x24
3.700 kr. með yfirkartoni.
Góð stækkun fyrir mynd sem má fá svolítið pláss.
20x30
5.200 kr. með yfirkartoni.
Góð stækkun fyrir mynd sem fær gott pláss.
30x40
6.800 kr. með yfirkartoni.
Stór stækkun sem tekur talsvert pláss með yfirkartoni.
A4-A3-A2
Fáið tilboð frá ljósmyndara fyrir stærðir A4, A3 og A2